Af limrum

Bragfræði limra vefst fyrir mér. Það er ekki vegna þess að formið sé svo flókið, miklu frekar vegna þess hvað ég held að það sé teygjanlegt.

Ég held að flestir setji eftirfarandi rugl úr mér í flokk limra:

Á Bíldudal sagði hann Bæring:
"það besta gegn hungri er næring."
Með belgmikinn kvið
hann bætti svo við:
"ég held að ég fái mér hræring."

Mér er alls ekki ljóst hvernig fólk flokkar eftirfarandi bull úr mér, sem ég tel þó limru:

Limruskáld Örvar frá Odda
ætlaði' að ríma við Brodda
sem varð þó að pínu.
Því vantaði línu.

Í gær orti ég svo að eigin mati mína bestu limru. Eða, er þetta limra?

Limran, svo langt sem hún nær,
er ljóðform með skammlínur tvær,
en þessi er ekki með þær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband